Athafnaborgin kynnt á vel sóttum fundi

Skipulagsmál Framkvæmdir

""
Uppbygging í athafnaborginni Reykjavík og góð borgarþróun var efni opins fundar sem borgarstjóri stóð fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.  Fluttar voru áhugaverðar kynningar um stærstu verkefni í atvinnuuppbyggingu í dag og á næstu árum, auk þess sem fjallað var um gæði borgarsamfélagsins.
 
Kynningarnar sem voru fluttar eru hér aðgengilegar.
 
Eftirfarandi erindi voru flutt:
 
Fundurinn var árviss kynning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á því sem helst er í gangi í borginni og segir hann mikilvægt að standa fyrir slíkum kynningum til að allir geti kynnt sér það sem er í pípunum. Hann vakti athygli á því að þótt hótelbyggingar hefðu verið fyrirferðarmiklar í almennri umræðu þá væru þær aðeins um 10% af uppbyggingu atvinnustarfsemi. Stór öflug þekkingarfyrirtæki væru að koma sér fyrir og þau myndu draga að sér tengda sprotastarfsemi.
 
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs var málstofustjóri, auk þess að fjalla um aðalskipulag á breytingartímum. Aðrir fyrirlesarar voru Þorsteinn Hermannsson nýráðinn samgöngustjóri borgarinnar og Eric Holding, arkitekt og borgarhönnuður, en hann hefur yfir 25 ára reynslu af borgarhönnun víða um heim. Hann vakti meðal annars athygli fyrir verðlaunatillögur sínar að nýju hverfi í Urriðaholti í Garðabæ. Undanfarin ár hefur hann unnið að umbreytingu umhverfis Battersea orkuversins í London sem er eitt stærsta þróunarverkefni á blandaðri byggð í Evrópu í dag auk þess að vinna að borgarhönnun í Prag og San Francisco.  Bók Erics, Staged Architecture, var árið 2000 valin bók ársins í flokki arkitektabóka af Sunday Times.