Innkalla Kinder Surprise súkkulaðiegg

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

Kinder Surprise egg innkölluð

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafa stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Kinder Surprise súkkulaðiegg í tveimur pakkningastærðum.

Ástæða innköllunar:

Grunur er um að sýkingar af völdum salmonella hjá fólki (aðallega börnum yngri en 10 ára) í Bretlandi og í sjö öðrum Evrópulöndum megi rekja til neyslu varanna.

Hver er hættan?

Salmonella er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.  Nánari upplýsingar um salmonella eru á vefsíðu Matvælastofnunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Kinder

Vöruheiti: Surprise, 20 g (stakt egg)

Strikamerki: 40084107

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 26-6-2022 til og með 7-10-2022

Nettómagn: 20 g

Vörumerki: Kinder

Vöruheiti: Surprise, 3x20 g pakkning

Strikamerki: 8000500026731

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 26-6-2022 til og með 7-10-2022

Nettómagn: 3x20 g

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing:

Verslanir Bónus, Hagkaupa og Olís um land allt og Skagfirðingabúð.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreind matvæli eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í versluninni þar sem þau voru keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[hja]adfong.is.