Innköllun á Kinder egg 20 gr. súkkulaðieggjum

Heilbrigðiseftirlit

Innköllun á Kinderegg

ÓJK-ÍSAM, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafa stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Kinder egg 20g.

Ástæða innköllunar er grunur um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki.

Salmonella er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.  Nánari upplýsingar um salmonella eru á vefsíðu Matvælastofnunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Kinder

Vöruheiti: Kinder Surprise egg 20 g

Strikamerki: 40084107

Geymsluþol: Best fyrir 

Dagsetning: Allar dagsetningar

Nettómagn: 20 g

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

ÓJ&K, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.

Dreifing:

N1, Nettó verslanir, Kjörbúðin, Fjarðarkaup, Extra verslanir, 10-11 verslanir, Orkan, Hraðbúðin Hellissandi, Víkurskáli, Verslunin Hlíðarkaup, Skaftárskáli, Kaupfélag V-Húnvetninga, Gvendarkjör, Verslunin Kassinn, Verslunin Urð, Söluskáli Ó.K, Vegamót, Kaupfélag Breiðdalsv.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar fást hjá ÓJ&K-Ísam í gegnum tölvupóstfangið: tinna@ojk-isam.is