Lýðheilsa, hamingja og velsæld - ráðstefnur um lýðheilsu og jákvæða sálfræði

Hjólreiðar

Af hverju eru Norrænar þjóðir meðal hamingjusömustu þjóða heims ár eftir ár? Hvernig er hægt að stuðla að vellíðan í lífi, leik og starfi? Þetta og margt fleira verður til umfjöllunar á Norrænni ráðstefnu um lýðheilsu og á Evrópskri ráðstefnu um jákvæða sálfræði sem haldnar eru í Hörpu þessa dagana.

Ráðstefnurnar fara fram í Hörpu dagana 28. júní til 2. júlí nk. Embætti landlæknis heldur utan um skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við Reykjavíkurborg

Helstu sérfræðingar heims á sviði hamingju, núvitundar, velsældar og lýðheilsu munu flytja erindi og segja m.a. frá áskorunum, tækifærum og árangri á þessum sviðum.

Auk þess að hlýða á erindi fyrirlesara gefst þátttakendum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri hliðardagskrá þar sem áhersla er lögð á vellíðan s.s. núvitund, jóga, gong í Nauthólsvík og gönguferðum. Þetta verður því sannkölluð velsældarveisla þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Nú þegar hafa yfir þúsund þátttakendur skráð sig á ráðstefnurnar og enn er hægt að tryggja sér miða. Frekari upplýsingar um ráðstefnurnar, skráningu, dagskrá og aðalfyrirlesara er að finna á heimasíðu þeirra www.ecpp2020.com

Í tengslum við Evrópuráðstefnuna í jákvæðri sálfræði fara fram vinnustofur miðvikudaginn 29. júní þar sem farið verður yfir fjölbreytt efni s.s. markþjálfun, núvitund, styrkleika, seiglu í skólastarfi og fleira. Skráning á vinnustofurnar er í fullum gangi og eru þær opnar öllum gegn gjaldi, ráðstefnugestum sem og öðrum. Upplýsingar um vinnustofurnar 

Samhliða Norrænu lýðheilsuráðstefnunni verður einnig haldin árleg Norræn málstofa um áfengis- og vímuvarnir en um er að ræða lokaða málstofu þar sem Norrænir sérfræðingar deila þekkingu og reynslu. Hluti þeirra sérfræðinga munu vera með erindi og taka þátt í pallborðsumræðum á Norrænu lýðheilsuráðstefnunni.