Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 67

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2022, miðvikudaginn 18. maí kl. 10:04, var haldinn 67. fundur umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í garðskálanum í Grasagarðinum. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Skúli Þór Helgason, Rannveig Ernudóttir Katrín Atladóttir, Björn Gíslason, Vigdís Hauksdóttir og fulltrúi samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. 1.    Lögð fram 137. fundargerð Framkvæmdarstjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. apríl 2022.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars 2022 ásamt vísan í fylgigögn þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna breikkun Suðurlandsvegar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. apríl 2022. 

    Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins í umhverfis og heilbrigðisráði taka undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og leggur áherslu á að mikilvægt er að framkvæmdin ógni ekki í neinu vatnsverndarsvæðinu ofan Reykjavíkur sem nær frá Norðlingaholti upp í Bláfjöll og sér um 70% landsmanna fyrir neysluvatni alla daga ársins. Leita þarf allra leiða til að vernda þá náttúruperlu sem Heiðmörkin er fyrir borgarbúa og íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir átroðningi bíla á framkvæmdatíma og draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum af framkvæmdinni á Heiðmörk, Rauðavatn og aðra viðkvæma staði í umhverfinu. Meðal verndandi framkvæmda sem fara þarf í í kjölfarið á framkvæmdum sem þessum er að setja upp hljóðmön til að tryggja góða hljóðvist, þá leggur ráðið einnig til að planta trjágróðri, sem nái góðri hæð með tíð og tíma, á manirnar í þeim tilgangi að bæði bæta ásýnd sem og að auka vel hreinsun lofts á svæðinu.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 19. apríl 2022, 20. apríl 2022, 26. apríl 2022, 27. apríl 2022, 3. maí 2022 og 10. maí 2022.

    Málum Heilbrigðisnefndar lýkur.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  4. Breikkun Suðurlandsvegar, umsögn         Mál nr. US220108

    Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 25. mars 2022 þar sem óskað er eftir umsögn vegna breikkun Suðurlandsvegar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. apríl 2022.

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Breikkun Suðurlandsvegar, frummatsskýrsla     (05.8)    Mál nr. SN210726

    Lögð fram skýrsla Eflu: Breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá, mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla, dags. 2. mars 2022.

    Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Eflu, Anna Elín Jóhannsdóttir frá Vegagerðinni, Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Kristinn Jón Eysteinsson byggingartæknifræðingur   tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  6. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. nr. 465 dags. 11. mars 2022 og nr. 466 dags. 1. apríl 2022 ásamt fylgigögnum.

    Fylgigögn

  7. Staða innleiðingar samræmdrar sorphirðu, kynning         Mál nr. US220109

    Kynnt er uppfærð tímaáætlun fyrir breytingu á sorphirðu.

  8. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til húsfélaganna að Barðastöðum 9, Andrésarbrunni 16, Mosarima 9 - 15, Kristnibraut 75, Laufrima 1, Álagranda 23 - 37, Selvogsgrunni 11, Efstaleiti reit B, Blönduhlíð 2, Starengi 8 - 20b, Reykási 45, Skipholti 43 - 47, Háaleitisbraut 32 - 36, Rósarima 2 - 4, Flétturima 10 - 16, Hjarðarhafa 44 - 50, Þorragötu 5, 7 og 9, Asparfelli 2 - 12 og Fálkagötu 3, úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

  9. Laun nema Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2022, tillaga         Mál nr. US220092

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 13. maí 2022 varðandi hækkun tímakaups í vinnuskólanum sumarið 2022.

    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  10. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um eftirlit með reglugerðum um hávaðamengun         Mál nr. US220095

    Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sem lögð var fram í borgarráði 8. nóvember 2018 og vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs: Lagt er til að borgarráð samþykki að tryggja að eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni verði fylgt til hins ýtrasta og hafa þá í huga a) Leyfisveitingar þurfa að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008. Oftar en ekki eru leyfi samþykkt umfram tíma sem tengist næturró, sem gildir frá klukkan 23 til 7, samkvæmt reglugerð. Einnig er áberandi að hávaðamörkum fyrir þann tíma er ekki fylgt. Til dæmis fær Airwaves tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2 föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðarlega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar. b) Mikilvægt er að beita viðurlögum, sektum og leyfissviptingum þegar leyfishafi brýtur lög og reglur um hljóðvist og hávaðamengun. Í dag eru leyfi veitt ár eftir ár þrátt fyrir brot á reglugerð, sem hefur bein áhrif á lýðheilsu íbúanna. c) Íbúalýðræði, grenndarkynningar og samstarf við íbúasamtök þarf að vera virkt og lausnamiðað með hag íbúa miðborgar í huga. d) Gera þarf skýran greinarmun á vínveitingaleyfi og hávaðaleyfi sem tengist reglugerð um hljóðvist og hávaðamengun. e) Hátalarar utan á húsum skemmtistaða og veitingastaða miðborgar verði fjarlægðir.

    Tillögunni fylgir greinargerð. 

    Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
67._fundargerd_umhverfis-_og_heilbrigdisrads_fra_18._mai_2022.pdf