Hafnarstjórn, Faxaflóahafnir Sf.

Sameignarfélagssamningur fyrir Faxaflóahafnir sf. var staðfestur 17. nóvember 2004 og eru stærstu eigendur Reykjavíkurborg með 75,6% eignarhlut, Akraneskaupstaður með 10,8% Hvalfjarðarsveit með 9,3%, Borgarbyggð með 4,1% og Skorradalshreppur með 0,2%, en auk þess eru nokkur önnur sveitarfélög eigendur.

Tilgangur Faxaflóahafna er rekstur Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar, Borgarneshafnar og annarra hafna sem kunna að verða aðilar að félaginu.

Félagið starfar skv. 3. tl. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Æðsta vald félagsins er í höndum eigendafunda og skal halda aðalfund fyrir lok júnímánaðar ár hvert.

Stjórn félagsins, hafnarstjórn, sem kosin er til eins árs í senn á aðalfundi, er skipuð átta mönnum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs fjóra stjórnarmenn og jafnframt formann stjórnar, bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kýs einn stjórnarmann, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar kýs einn stjórnarmann og Borgarbyggð og Skorradalshreppur tilnefna sameiginlega einn stjórnarmann. Varamenn eru kosnir með sama hætti. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jöfn.

Aðsetur hafnarstjórnar er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík.

Borgarstjórn kaus í stjórn Faxaflóahafna 21. desember 2022. Formaður er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.