Uppbygging húsnæðis

Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir og hver eru næstu uppbyggingarsvæðin?

Í kortasjánni hér fyrir neðan getur þú skoðað helstu uppbyggingarsvæðin í borginni, hvort heldur eftir borgarhlutum eða eðli verkefnis. 

Hvenær var kortasjáin uppfærð?

Kortasjáin var síðast uppfærð miðvikudaginn 8. nóvember 2023.

Athugasemdir og/eða ábendingar varðandi kortasjána má senda á athafnaborgin@reykjavik.is

Hvað er í kortasjánni?

Kortasjá var opnuð 4. nóvember 2022 til að sýna hvar verið er að byggja og hver eru framtíðar uppbyggingarsvæði í Reykjavík. 

Hægt er að skoða eftir mismunandi byggingarstigum og eftir hverfum: íbúðir í byggingu, íbúðir í samþykktu deiliskipulagi, íbúðir í skipulagsferli og íbúðir á þróunarsvæðum. Alls eru þetta upplýsingar um rúmlega 26 þúsund íbúðir úr húsnæðisáætlun sem að eru sýnilegar á kortinu. Til að setja þessa miklu uppbyggingu í samhengi eru í dag um 58 þúsund íbúðir í Reykjavík.

  • Þú getur séð uppbyggingu eftir hverfum og á hvaða stigi uppbyggingin er. Með því að smella á reit koma upplýsingar eftir atvikum um fjölda íbúða, framkvæmdaraðila, áætluð verklok og hönnuð verkefnis.

Skýringartexti

Framtíðarsvæði Þar sem horft er til fyrstu hugmynda.
Þróunarsvæði Þar sem mál eru komin á viðræðustig við hagaðila.
Svæði í skipulagsferli Leiða til formlegrar tillögu.
Samþykkt deiliskipulag Hér er oft biðstaða vegna samninga og innviðauppbyggingar.
Byggingarhæfar lóðir Bið eftir að uppbygging hefjist.
Íbúðir í byggingu Þær íbúðir sem eru í byggingu.
Verkefnum lokið Hér munu safnast upplýsingar í áranna rás.
Kortasjáin er samstarfsverkefni SBB, ÞON og USK innan Reykjavíkurborgar. Umsjón og upplýsingaöflun er á hendi atvinnu- og borgarþróunarteymis.

Nánari upplýsingar

Viltu nánari upplýsingar um uppbygginguna eða vera í sambandi við okkur?

Sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is

eða skráðu þig á póstlista hér.