Akstursþjónusta eldra fólks

Eldra fólk sem getur ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur fengið akstursþjónustu. Sama hvort þú þarft að komast út í búð, í veislu eða til læknis getur þú notað akstursþjónustu til þess að komast á áfangastað og heim aftur.

Þú sækir um hjá Reykjavíkurborg í upphafi og í framhaldinu sér Pant um öll samskipti og framkvæmd akstursþjónustunnar.

Get ég fengið akstursþjónustu?

Þú getur fengið akstursþjónustu ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði: 

  • Ert 67 ára eða eldri
  • Átt lögheimili í Reykjavík 
  • Býrð sjálfstætt 
  • Hefur ekki aðgang að eigin farartæki 
  • Getur ekki notað almenningssamgöngur 
  • Ert með langvarandi hreyfihömlun 

Hvernig sæki ég um?  

Þú sækir um akstursþjónustu á rafrænan hátt á Mínum síðum.

Einnig er hægt að fylla út umsókn á PDF-formi og senda á akstur@reykjavik.is eða skila á miðstöð í þínu hverfi.

Ef þig vantar frekari ráðgjöf þá getur þú bókað símtal frá ráðgjafa

Hvað gerist næst?

Þegar þú hefur sótt um er haft samband við þig og farið yfir þarfir þínar og óskir auk þess sem kallað er eftir fylgigögnum með umsókn ef þörf er á. Umsóknir eru metnar út frá skilyrðum og möguleikum umsækjanda til að nýta sér aðra ferðamöguleika.  

Umsækjandi fær skriflega tilkynningu um hvort umsókn er samþykkt eða synjað. Svör við rafrænum umsóknum eru birt á umsóknargátt akstursþjónustu.  

Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.

Hvað gerist eftir að umsókn er samþykkt? 

Fólk sem hefur fengið akstursþjónustu samþykkta hefur samband við Pant.is sem veitir þjónustuna.