Um Heiðu

Heiða Björg Hilmisdóttir fæddist á Akureyri 21. febrúar 1971 og er uppalin þar en hefur búið í Reykjavík öll sín fullorðinsár ef frá er talin 5 ára búseta í Svíþjóð. Hún er dóttir Hilmis Helgasonar vinnuvélstjóra og Lovísu Snorradóttur sem starfaði í heimilishjálp. Heiða Björg er gift Hrannari Birni Arnarssyni og eiga þau 4 börn, Særós Mist fædda 1991, Hilmi Jökul fæddan 1998, Sólkötlu Þöll fædda 2006 og Ísold Emblu Ögn fædda 2008.

Starfsferill

Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og formaður kvennahreyfingar flokksins. Áður en Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn starfaði hún sem forstöðumaður eldhúss og matsala á Landspítala. Hún hefur verið virk í félagsstörfum, var meðal annars formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, formaður Norrænu MS-samtakanna, varaformaður MS-félagsins og í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna. Hún hefur víða fjallað um mat og næringu í fjölmiðlum, kennt í HÍ, gefið út matreiðslubókina Samlokur ásamt Bryndísi Evu Birgisdóttur og samið uppskriftir fyrir bókina Af bestu lyst 4. Heiða hefur í gegnum árin sinnt margskonar störfum, meðal annars ráðgjöf, afgreiðslu, matargerð og ræstingum og starfað við sauðburð, heyskap og mjaltir.

Menntun

2016 diploma í jákvæðri sálfræði
2005 MBA, viðskiptafræðingur, Master in business administration við Háskólann í Reykjavík
1999 M.Sc. næringarrekstrarfræði. Meistaranám í stjórnun stóreldhúsa við Gautaborgarháskóla með áherslu á gæðastjórnun
1998 Fil.Kand. næringarrekstrarfræði/Administrativ dietitian frá Gautaborgarháskóla
1992 Stúdent af náttúrufræðibraut Verkmenntaskólans á Akureyri
1992 Matartæknir, Verkmenntaskólinn á Akureyri
1988 Sjókokkur, Verkmenntaskólinn á Akureyri

Stjórna- og nefndaseta

Stjórnarformaður hjúkrunarheimilisins Skógarbær
Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Velferðarráð
Ofbeldisvarnarnefnd
Stjórn Strætó bs.
MS-setur – varakona í stjórn
Bjarkarhlíð – stjórnarkona
 
Viðtalstími er eftir samkomulagi, hafið samband í gegnum netfangið heida.bjorg.hilmisdottir@reykjavik.is.