Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 43

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2024, þriðjudaginn 14. maí var haldinn 43. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sat Trausti Jónsson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2024, um auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi Elliðaárvogs/Ártúnshöfða, svæði 2A. USK23010195

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025 - 2028. MSS24040187
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðsins að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk..

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkur 2024. MSS24050013

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    Kl. 17:52 víkur Vera Sveinbjörnsdóttir af fundinum.

  5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095

    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr.150.000,- vegna verkefnisins Hausthátíð í Árbænum
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Árbæjarskóla styrk að upphæð kr.290.000,- vegna verkefnisins Sumarhátíð Ársels, skv. skilyrðum umsagnar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Árbæjarskóla styrk að upphæð kr.200.000,- vegna verkefnisins Hausthátíð við Árbæjarskóla.
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram greinargerð dags. 31. mars 2024 fyrir verkefnið Hausthátíð Árbæjarskóla, vegna styrks úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. MSS23100093

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 18:08

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Elvar Örn Þórisson Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 14. maí 2024