Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 49

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2024, mánudagurinn, 6. maí var haldinn 49. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.35 Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Anna Kristinsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á friðlýsingu Grafarvogs. USK2021020066

    -    Kl. 16.50 tekur Ingimar Þór Friðriksson sæti á fundinum.

    Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025 - 2028. MSS24040187.
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Grafarvogs í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðsins að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í framhaldi af síendurteknum ábendingum til íbúaráðs Grafarvogs varðandi uppsafnaðan flokkaðan úrgang og umgengni um grenndarstöðvar vill íbúaráð benda á brýna nauðsyn þess að losunartíðni verði endurskoðuð og aftur verði gámar undir pappa og plast sett á stöðvarnar. Æ ofan í æ eru allir gámar fullir og fólk skilur eftir flokkað sorp við gámana, það er því augljóst að það verður að skipta þeim oftar út. Einnig viljum við að gámum undir plast og pappír verði aftur komið upp á öllum grenndarstöðvum hér í Grafarvogi. Í ljósi þess að í könnun á vegum Gallup fyrir Sorpu kom fram að yfir 90% íbúa taka þátt í að flokka og fólk vill flokka en þá verður að gera það eins aðgengilegt og kostur er.

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095

    Samþykkt að veita verkefninu Fjölnishlaup Olís, styrk að upphæð kr. 100.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Leiklistahópur í Borgum, styrk að upphæð kr. 150.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Vormót Fjölnis, styrk að upphæð kr. 60.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu 17.júní í Grafarvogi, styrk að upphæð kr. 100.000,-                                                                             
    Samþykkt að veita verkefninu 20 ára afmæli skákdeildar Fjölnis, styrk að upphæð kr. 150.000,-
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 18.35

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Tómas Örn Guðlaugsson

Árni Guðmundsson Erla Bára Ragnarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. maí 2024