Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 28

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, fimmtudaginn, 28. apríl, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 – Eldstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Hilmar Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir  og Kristinn Jakob Reimarsson frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Víkings í Safamýri. 

    Haraldur Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson frá Víkingi taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    16.07 tekur Gústav Adolf Bergmann sæti á fundinum. 

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2022 vegna bókunar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um erindi Foreldrafélags Breiðagerðisskóla.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um hraðakstur í hverfinu og ábendingar íbúa. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða vekur athygli á því að ráðið hefur sent frá sér fjölmargar bókanir vegna umferðarhraða í hverfinu á kjörtímabilinu. Niðurstaðan af þessum bókunum öllum er nákvæmlega engin. Kvartað hefur verið yfir of hröðum akstri á Bústaðavegi, Sogavegi, Heiðargerði, Hæðargarði – Álmsgerði (sem tekur við af Hæðargarði) og víðar. Engin af þessum bókunum og í sumum tilfellum fjölmiðlaumfjöllunum hefur orðið til þess að borgin hafi brugðist við í hverfinu, fyrir utan aðgerða á Háaleitisbraut. 

  4. Fram fer kynning á hreinsun gatna og gönguleiða í hverfinu. 

    -    16.44 tekur Baldur Pétursson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar ásamt fylgiskjölum. 

    -    17.00 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins „Hverfahátíð á hjólum“ vegna leiktækja og skemmtiatriða. 

    Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:55

PDF útgáfa fundargerðar
28._fundagerd_ibuarads_haaleitis-_og_bustadahverfis_fra_28._april_2022.pdf