Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 48

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, miðvikudaginn, 8. maí, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Ellen J. Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson. 
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilkynning umhverfis- og skipulagsviðs ódags. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettastíg í Esju. USK23110296.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram eftirfarandi bókun:

    Íbúaráðið fagnar bættu aðgengi fyrir göngufólk.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldáætlun 2024 – 2028. MSS24040187.

    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Kjalarness að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um svifferju upp Esjuhlíðar. MSS24050009.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram eftirfarandi bókun:

    Íbúaráð Kjarness vill koma á framfæri við Framkvæmdasýsluna ríkiseignir vilja íbúa til þess að koma að samtali um Esjuferju á sem flestum stigum málsins.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram umsóknir styrkja úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095.

    Samþykkt að veita verkefninu Kaffihlaðborð í félagsheimilinu Fólkvangi, styrk að upphæð kr. 100.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Leikhópurinn Lotta á Vorhátíð leikskólans Bergs, styrk að upphæð kr. 100.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Sumarblóm við Klébergslaug, styrk að upphæð kr.25.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu BMX Brós sýning í Klébergsskóla, styrk að upphæð kr. 100.000,-

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 17.36

Ellen Jacqueline Calmon Guðfinna Ármannsdóttir

Sigrún Jóhannsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 8. maí 2024