Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 26

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, miðvikudagur, 18. maí var haldinn 26. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (Sambúð) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birgir Þröstur Jóhannsson og Ásta Olga Magnúsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Helgason, Hildur Björnsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á vinnu við hverfisskipulag. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum vinnslu á Hverfisskipulagi og leggjum áherslu á að því verði flýtt eftir fremsta megni í Vesturbæ.

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um græn svæði, leiksvæði og íþróttasvæði í Vesturbæ. 

    Fulltrúi Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eitt af fyrstu verkum íbúaráðs Vesturbæjar var að biðja borgina um gerð úttekta á Grænum svæðum, íþróttaaðstöðu og opnum leiksvæðum í Vesturbæ. Þessar úttektir hafa ekki enn borist ráðinu. Ráðið leggur mikla áherslu á þörfina þar sem sérstaða Vesturbæjar er mikil og þá sérstaklega í gamla Vesturbæ. Þar er hlutfallslega miðað við íbúafjölda lítið eftir af leiksvæðum og grænum svæðum og því er nauðsynlegt að koma til móts við þarfirnar og stemma stigum við mismunun á þjónustu sem er til staðar á milli hverfa á þessu sviði.  Götur í Vesturbæ og þá sérstaklega í gamla Vesturbæ eru notaðar fyrir alls konar leik, hjólreiðar barna, rafskutlur, hjólabretti, hjólaskauta o.s.frv.  Breyting á þessum götum yfir í vistgötur fyrir samnýttu rými þar sem gangstéttir og gata eru í sömu hæð ætti ávalt að vera stefnan.

  3. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Vesturbæjar dags. 18. maí 2022 vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 

    Samþykkt og jafnframt samþykkt að fela formanni að skila jafnréttisskimun fyrir tilskilinn frest 29. maí nk.  

    Fulltrúi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2022 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nýi Skerjafjörður. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. apríl 2022 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla á lóð nr. 1 við Fornhaga. 

    -    16.09 víkur Björn Karlsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. 
    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Götubitinn ferðast um hverfin – „Hverfahátíð á hjólum“ fyrir skemmtiatriðum og leiktækjum. 
    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 210.000 vegna verkefnisins Sirkussýning Mikilvæg mistök. 

    Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

    -    Hildur Björnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Götubita.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita AcroYoga Reykjavík styrk að upphæð kr. 188.000 vegna verkefnisins AcroYoga Pop-up með því skilyrði að greinargerð sé skilað vegna fyrri verkefnis.
    Samþykkt að veita Höllu Kolbeinsdóttur styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Ratleikir um Reykjavík. 
    Samþykkt að veita Samfélagshúsinu Aflagranda 40 styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins Sumargleði. 
    Samþykkt að veita Guðrúnu Steinþórsdóttur styrk að upphæð kr. 60.000 vegna verkefnisins Bókaklúbbur í Aflagranda. 

    -    16:43 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:51

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_vesturbaejar_fra_18._mai_2022.pdf