Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 73

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 19. maí 2022 var haldinn 73. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Valgerður Árnadóttir. Björn Gíslason og Sabine Leskopf sátu í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal. Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu sat einnig fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2022, merkt USK22010026, útboð nr. 15498 „Brekknaás-Gatnagerð og lagnir“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Klapparverk ehf. að fjárhæð kr. 92.532.150,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. maí 2022, merkt USK22030096, útboð nr. 15495 „Hlíðaskóli-færanlegar kennslueiningar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er MG Hús ehf. að fjárhæð kr. 116.175.420,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. EES útboð nr. 15413 „Símtæki sem tengjast skýjalausn símkerfi“
    Lagt fram bréf upplýsingatækniþjónustu þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. maí 2022, merkt ÞON22050017, EES útboð nr. 15413 „Símtæki sem tengjast skýjalausn símkerfi“.  Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Advania Ísland ehf. að fjárhæð kr. 44.369.611,-

    Samþykkt

    Árni Björn Gestsson, Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Sæþór Fannberg Sæþórsson sátu undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:21

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
73._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_19._mai_2022.pdf