Stafrænt ráð - Fundur nr. 38

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 8. maí, var haldinn 38. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:34. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Edda Jónsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir og Óskar J. Sandholt. 
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Framlagningu á heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs er frestað. ÞON24020023.

  2. Fram fer kynning á ábatamati stafrænnar umbreytingar. ÞON24050003.

    Búi Bjarmar Aðalsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 13:40 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð lýsir yfir ánægju með áframhaldandi þróun á ábatamatinu þar sem mikilvægt er að hafa staðlað verklag til að mæla raunverulegan ávinning af stafrænni umbreytingu. Verklagið auðveldar yfirsýn og sýnir íbúum með skýrari hætti hver ávinningur fjárfestingarinnar er. Búið er að móta hlutlæga mælikvarða sem hægt er að byggja matið á, hvort sem um sé að ræða m.a. efnahagslegan eða umhverfislegan ábata með samanburði á upphafsstöðu og svo punktstöðu eftir umbreytingu. Verkefnin eru ólík og hafa því mismunandi ávinning, sum búa til hreinan ábata á meðan önnur þurfa að vera til staðar til að styrkja grunninnviðina þannig að önnur verkefni geti vaxið og skilað beinum ábata. Það er því vert að taka fram að þessu verklagi er ekki ætlað að forgangsraða verkefnum en það mat fer fram samkvæmt öðrum og víðtækari viðmiðum í gegnum Fylkið og verkefnaráð.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á Mínum síðum, Búa og Bjargeyju. ÞON24050001.

    Arna Ýr Sævarsdóttir, Bryndís Eir Kristinsdóttir, Inga Jessen, Sigurður Fjalar Sigurðarson og Tindur Óli Jensson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fara umræður um fjárhags- og fjárfestingaráætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2025-2029. ÞON22080032.

    María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

  5. Fram fer kynning á vélstuddum vefþýðingum. ÞON22100035.

    Einar Haukur Jóhannesson og Guðrún Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að umsögn stafræns ráðs, dags. 6. maí 2024, um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar 2024-2026 um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. MSS23050179.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 2. maí 2024, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um yfirlit yfir hugbúnaðarkerfi, sbr. 15. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 10. apríl 2024. ÞON24040003

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

    - kl. 15:56 víkur Skúli Helgason af fundinum.

Fundi slitið kl. 16:00

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 8. maí 2024