Velferðarráð - Fundur nr. 427

Velferðarráð

Ár 2022, föstudagur 29. apríl var haldinn 427. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:04 í Vindheimum, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Rannveig Ernudóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.

  2. Jasmina Vajzovic Crnac. leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs, heldur erindi um aðgerðir Reykjavíkurborgar í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og lærdóm til framtíðar. VEL22040101.

    -    kl. 9:19 tekur Ellen Jacqueline Calmon sæti á fundinum.

  3. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttamanna frá Úkraínu, heldur erindi um starf aðgerðateymis vegna komu einstaklinga á flótta. VEL22040102.

    -    kl. 9:48 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundinum.

  4. Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, heldur erindi um hlutverk Fjölmenningarseturs. VEL22040104.

  5. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Heiða Björg Hilmisdóttir, dregur saman umfjöllunina.

    -    kl. 10:25 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum. 

    -    kl. 10:28 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum. 

Fundi slitið klukkan 10:31

PDF útgáfa fundargerðar
427._fundargerd_velferdarrads_fra_29._april_2022.pdf