Græn skuldabréf

Reykjavíkurborg hefur sett sér Grænan ramma (Green Bond Framework) vegna útgáfu grænna skuldabréfa sem borgin gefur út fyrst íslenskra fyrirtækja á íslenskum markaði. 

Græni ramminn

Reykjavíkurborg uppfærði grænan ramma í apríl 2023

Með Græna rammanum eru skilgreind nokkur mikilvæg atriði varðandi græna skuldabréfaútgáfu borgarinnar, s.s.:

  • Hvaða fjárfestingar geta fallið undir fjármögnun Reykjavíkurborgar með grænum skuldabréfum
  • Hvernig staðið er stjórnsýslulega að því að tryggja að einungis þau verkefni sem uppfylla kröfur Græna rammans verði fjármögnuð með grænum skuldabréfum
  • Hvernig staðið er að því að tryggja að fjármunirnir séu eyrnamerktir völdum grænum verkefnum og haldið aðskildum frá öðrum fjármunum
  • Hvernig staðið verði að skýrslugjöf um framkvæmdina
  • Hvernig staðið verði að staðfestingu ytri endurskoðenda 
  • Hvernig fengin verði fagleg staðfesting á gæðum Græna rammans.

Fagleg staðfesting

Í apríl 2023 kom fagleg staðfesting á uppfærðum Grænum ramma Reykjavíkurborgar frá CICERO (Center for International Climate Research) en flestir útgefendur grænna skuldabréfa í Evrópu leita til þeirra miðstöðvar sem er leiðandi í alþjóðlegum loftslagsrannsóknum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Samkvæmt mati CICERO fær Grænn rammi Reykjavíkurborgar einkunnina miðlungs grænn (Medium Green) og allir undirflokkar og verkefni fá ýmist miðlungs græna eða dökkgræna einkunn. CICERO hefur frá útgáfu fyrra álits breytt mati sínu vegna grænna bygginga þrátt fyrir metnaðarfull áform þykir miðlungsgræn einkunn fanga betur áhrif þeirra.

Verkefni

Meðal verkefna sem geta fallið undir Græna rammann er t.a.m. uppbygging Borgarlínu, lagning hjólreiðastíga og göngustíga, LED væðing götulýsingar, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fleira sem sparar orku og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Einkunn

Litið er sérstaklega til stjórnsýslulegs fyrirkomulags hjá Borginni sem fær hæstu einkunn eða framúrskarandi (Excellent).

Lykilskjöl