Hádegisverður í félagsmiðstöðvum

Það er gefandi að setjast niður í hádeginu í notalegu umhverfi og fá sér góða og næringarríka máltíð. Í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs er hægt að kaupa heitan hádegisverð alla virka daga. Á Vitatorgi við Lindargötu er hádegisverður í boði alla daga ársins, líka um helgar og hátíðisdaga. 

Hvað er í matinn?

 

Þarf ég að skrá mig í hádegisverð? 

Fólk sem vill borða á félagsmiðstöðvum þarf að skrá sig í hádegisverð á staðnum eða í síma, fyrir klukkan 13 daginn áður.

Hvað kostar hádegisverður í félagsmiðstöðvum? 

  • Hádegisverður (ellilífeyrisþegar og öryrkjar): 1.020 kr. 
  • Hádegisverður með afsláttarmiða sem fást í eldhúsi: 940 kr. 
  • Almennt verð: 1.640 kr.