Húsvernd

Það þarf að umgangast gömul hús af virðingu og fara rétt að við viðgerðir og endurbætur. Ákveðin mannvirki hafa varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. 

Hljóðvistarstyrkur

Reykjavíkurborg veitir íbúðaeigendum við umferðargötur styrki, til að bæta hljóðeinangrun íbúðarhúsnæðis með því að skipta út venjulegu gleri fyrir einangrandi gler.  

Ef að þú átt íbúðarhúsnæði við umferðargötur, þar sem hljóðstig vegna umferðar mælist að minnsta kosti 65 dB(A), utan við vegg eða glugga íbúðar, átt þú rétt á hljóðvistarstyrk.  

Húsverndarsjóður

Húsverndarsjóður veitir styrki til endurgerðar eða viðgerðar á mannvirkjum sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. Auglýst er eftir styrkjum einu sinni á ári. Krafist er að framkvæmdir séu í samræmi við upprunalegan byggingarstíl mannvirkis og sjónarmið minjavörslu höfð að leiðarljósi.

Húsverndarstofa - ráðgjöf um viðhald og viðgerðir húsa

Sérfræðingar í viðhaldi á eldri húsum veita ráðgjöf á Árbæjarsafni alla miðvikudaga kl. 15:00-17:00 frá 1. febrúar til 30. nóvember.

Líftímakostnaður mannvirkja

Kostnaðargreining byggð á líftíma mannvirkis. Sýnir fram á hversu mikið það kostar í rauninni að byggja og reka mannvirki í ákveðinn árafjölda. Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á niðurstöður er viðhaldsþörfin, þess vegna er mikilvægt að velja rétt byggingarefni fyrir viðkomandi byggingu.