Forsetakjör 2024

Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní 2024. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00.

Hvar kýs ég?

ㅤㅤ

Gott að vita

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Talning fer fram í Laugardalshöll. Talning hefst kl. 22:00 og er öllum opin. Streymt verður frá talningunni á vef Reykjavíkurborgar.

Kjósendur gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa skilríkjum. Debetkort og önnur skilríki með mynd og kennitölu teljast fullgild skilríki. Kjósandi sem mætir skilríkjalaus á kjörstað getur leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver hann er.

Aðgengismál

Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fólk með fötlun.

Kjörstaðir í Reykjavík

Kjörsókn

Á kjördag eru settar inn tölur um kjörsókn á klukkutíma fresti.