Um Laugardalslaug

Talið er að sund- og baðferðir hafi verið tíðkaðar frá alda öðli í Laugardalnum. Sagt er frá baðlaug suður af Laugarnesi 1772. Sundkennsla hófst árið 1824, að vísu eingöngu fyrir pilta. Árin 1907-1908 lét bæjarstjórn Reykjavíkur hlaða laugarker úr tilhöggnum steini og er það trúlega fyrsta íþróttamannvirkið sem bærinn byggði. Síðan hefur sund verið iðkað í Laugardalnum.

Arkitektar

Einar Sveinsson, Bjarni Konráðsson og Jes Einar Þorsteinsson.

Byggingarár

Aðalbygging 1968. 

Viðbygging 1986.

Saga byggingarinnar

Árið 1958 var hafist handa við að byggja Laugardalslaugina rétt sunnan við Sundlaugaveg. Sundlaugin var tekin í notkun 1. júní 1968. Kostnaður við gerð laugarinnar var 73.928.000 kr. Byrjað var á nýrri bað- og búningsaðstöðu árið 1981 við laugina. Viðbyggingin var tekin í notkun 1986. Kostnaður við verkið var 124.200.000 kr. 50 metra innilaug  og pottur voru tekin í notkun 2005. Árið 2007 var gerður nýr pottur við austurenda laugarinnar, potturinn er með sjó sem kemur úr borholu Orkuveitu Reykjavíkur við Laugarnes og er sjórinn hitaður upp í 40° á celsíus áður en hann fer í pottinn.

Stærð byggingar: 5.002 m2 Rúmmál: 14.610 m3
Fjöldi bílastæða: 210  

Aðallaug

Lengd: 50 m, breidd: 22 m Mesta dýpi: 1,76 m Minnsta dýpi: 0,80 m Hreinsitæki eru 4.
Flatarmál: 1.100 m2 Rúmmál: 1.000 m3 Hitastig: 28°C Fjöldi brauta: 8

Barnalaug

Laugin er nýrnalaga Mesta dýpi: 0,80 m Minnsta dýpi: 0,80 m Hreinsitæki eru 2.
Flatarmál: 400 m2 Rúmmál: 320 m3 Hitastig: 29°C  

Vaðlaug - Diskur

Þvermál: 4,50 m Mesta dýpi: 0,40 m Minnsta dýpi: 0,00 m
Flatarmál: 30 m2 Rúmmál: 3 m3 Hitastig: 32°C

Iðulaug - Steinapottur

Flatarmál: 30 m2 Rúmmál: 17 m3 Hitastig: 39°C

Heitir pottar

Pottur 1 Hitastig: 40°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 2 Hitastig: 38°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 3 Hitastig: 42°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 4 Hitastig: 44°C 7,0 m2 - 5,6 m3

Sjópottur

Flatarmál: 20 m2 Rúmmál: 15 m3 Hitastig: 39°C

Kaldur pottur

Flatarmál: 2 m2 Rúmmál: 2 m3 Hitastig: 6-8°C

Innilaug

Lengd: 50 m, breidd: 25 m Mesta dýpi: 2 m Minnsta dýpi: 2 m Hreinsitæki eru 5
Flatarmál: 1.125 m2 Rúmmál: 2.500 m3 Hitastig: 28°C Fjöldi brauta: 10

Innipottur

Flatarmál: 9 m2 Rúmmál: 7 m3 Hitastig: 39°C

Eimbað

Sameiginlegt fyrir karla og konur á útisvæði. 18 fermetrar að stærð.

Leiktæki

Í lauginni er stór vatnsrennibraut. Hæð brautar er 8 m, lengd 84 m. Lítil rennibraut 2 m á hæð er við barnalaug og snákurinn 2 m rennibraut fyrir börn undir 120 cm. "Wipeout" braut er í horni barnalaugarinnar. 8 minigolfbrautir eru við laugina. Úti þrektæki.  Í kjallara eru 2 leikfimisalir samtals 250 m2. Tækjasalur 130 m2. Við laugina eru merktar skokkbrautir 3 og 5 km.

Strandblaksvellir

Tveir strandblaksvellir í fullri stærð voru teknir í notkun í júní 2015.

Útiklefar

Útiklefar eru fyrir bæði kyn við austurenda aðallaugar. Klefarnir eru opnir allt árið og voru þeir teknir í gegn árið 2013.

Aðstaða

Í Laugardalslaug er veitingasala þar sem hægt er að kaupa ýmsar léttar veitingar, snyrtivörur, sundföt og fleira. Veitingasalur er fyrir 90 gesti og fundarsalur.

Forstöðumenn frá upphafi:

Ragnar Steingrímsson 1968-1986
Kristján Ögmundsson 1986-2003
Stefán Kjartansson 2003-2005
Logi Sigurfinnsson 2005-2019
Sigurður Víðisson 2019-2021
Árni Jónsson 2021-

Aðstoðarforstöðumaður:

Marteinn Kristinsson 1988-1999
Brá Guðmundsdóttir 2017-

Verkefnisstjóri:

Bjarni Kjartansson 1999-2005

Rekstrarstjórar:

Ásgeir Sigurðsson 2005-2014
Bjarni Kjartansson 2005-2021