Spurt og svarað um frístundaheimili

Hér finnur þú algengar spurningar og svör um frístundaheimili.

Listi spurninga

Hvernig skrái ég barnið mitt í frístundaheimili?

Skráning fer fram í gegnum Völu frístund í febrúar/mars ár hvert. Sækja þarf um á hverju ári og umsóknin gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní).

Hvað kostar að vera með barn á frístundaheimili?

Hver er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilið?

Sá sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og byrjar umsóknarferlið er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilinu.

Hvaða frístundaheimili er við skóla barnsins míns?

Hægt er sjá öll frístundaheimili í borginni eftir hverfum og við hvaða skóla þau starfa. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um heimasíður, heimilisföng og símanúmer frístundaheimilanna. 

Hvernig er haft samband við mig og af hverju?

Forstöðumaður frístundaheimilis nýtir skráð netföng til þess að koma skilaboðum áleiðis til foreldra. Foreldrar/forsjáraðilar fá þá almennar fréttir úr starfinu, tilkynningar og aðrar upplýsingar.

Eru frístundaheimili opin á skólafrídögum?

Já, á foreldradögum, starfsdögum og í jóla- og páskafríum skólanna eru frístundaheimilin opin frá kl. 8:00 og þarf að skrá sérstaklega á þá daga. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrarfríum grunnskólanna. 

Hvað er lengd viðvera?

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00 - 13:40 á foreldraviðtalsdögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það samkvæmt gjaldskrá. Þá daga geta börnin engu að síður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13:40 - 17:00 án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

Hvernig breyti ég vistunartíma á frístundaheimili?

Inni á Völu frístund skráir foreldri/forsjáraðili sig inn og getur þar séð núverandi skráningu og breytt skráningunni.

Hvað er frístundastyrkur/Frístundakort Reykjavíkurborgar?

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. 

Er hægt að nýta frístundastyrk/Frístundakort til að greiða fyrir sumarstarf frístundaheimilanna?

Nei, ekki er hægt að nota Frístundakortið á hefðbundin sumarnámskeið sem eru viku í senn. 

Hvar get ég fengið yfirlit yfir skráningu barnsins míns?

Foreldri/forsjáraðili getur farið inn á Völu frístund og séð yfirlit yfir skráningu barna sinna. Þar sjá foreldrar/forsjáraðilar í hvaða frístundaheimili barnið er skráð. Einnig sjá foreldrar/forsjáraðilar þá daga sem barnið er skráð, hvort það má fara sjálft heim og klukkan hvað. Foreldri/forsjáraðili getur breytt skráningu barna sinna á sama stað.

Hvað kostar lengd viðvera?

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00 - 13:40 á foreldraviðtalsdögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það samkvæmt gjaldskrá. Þá daga geta börnin engu að síður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 14:40 -17:00 án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.