Styrkir úr borgarsjóði

""

Umsóknarfrestur um styrki úr Borgarsjóði vegna verkefna á árinu 2022 opnar miðvikudaginn 1. september 2021 og rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 1. október 2021.

Markmið

Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarf við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: 

 • Félags- og velferðarmála
 • Skóla- og frístundamála
 • Íþrótta- og æskulýðsmála 
 • Mannréttindamála
 • Menningarmála

Hvernig er sótt um?

Umsóknir um styrki fara fram rafrænt. 

Umsóknir skulu berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar.

Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi

 • Markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð
 • Hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
 • Hvort unnt sé að meta framvindu verksins
 • Hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur
 • Væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi
 • Fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn
 • Hve vel þær falla að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og markmiðum um innleiðingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun
 • Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. 
 • Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. 
Einnig geta sviðin hver haft sínar áherslur þegar kemur að úthlutun styrkja.

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga

Ef þú hefur ekki áður skráð þig á Rafrænni Reykjavík þarft þú að stofna aðgang. Eftir það færðu sent lykilorð í heimabankann. Eftir það getur þú skráð þig inn og smellt á umsóknir. Undir málaflokknum "Styrkir" er smellt á "Umsókn um styrk úr borgarsjóði". Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að skoða hana og fylgjast með stöðu afgreiðslu málsins. 

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki/félagasamtök

Það þarf að skrá fyrirtækið og fá aðgang að Rafrænni Reykjavík - "Umsókn um aðgang að fyrirtækjagátt". Þegar aðgangsorð hefur verið sent í heimabanka fyrirtækisins er hægt að skrá sig inn á forsíðu Rafrænnar Reykjavíkur. Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á "Umsóknir". Undir málaflokknum "Styrkir" er smellt á "Umsókn um styrk úr borgarsjóði".

Fyrirspurnir og ábendingar

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is